Fréttir

Tilboð til notenda rafbíla

Tilboð til notenda rafbíla
Hleðslustöð Fallorku við Amtsbókasafnið

Rafbílum fjölgar hratt þessa dagana og eru heimilin í landinu þannig að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Rafbíllinn notar talsvert mikið rafmagn eða álíka og öll önnur notkun heimilisins samanlagt, þ.e. lýsing, eldamennska, tölvur, kæliskápur, þvottavél og annað.

Fallorka vill styðja við þessa þróun með að bjóða 30% afslátt á hleðslustöðvum Fallorku og einnig 12% afslátt af heimilisrafmagni fyrir þá sem reka rafbíl. Fallorka rekur í dag hleðslustöðvar við Sundlaug Akureyrar, Ráðhúsið og Amtsbókasafnið. Ný hleðslustöð við stöðvarhús Glerárvirkjunar 2, bætist við á allra næstu dögum. Fleiri munu bætast við á árinu. Þú greiðir fyrir rafmagn á þessum stöðvum með appi Ísorku.

Ef þú vilt nýta þér þetta tilboð hafðu þá samband í síma 460 1380 eða á tölvupóst fallorka@fallorka.is og gefðu okkur upp:

  1. heimilisfangið þitt
  2. bílnúmer á rafbílnum
  3. nafn og GSM númer þeirra sem munu nota hleðslustöðvarnar

Fallorka rekur fjórar vatnsaflsvirkjanir á Eyjafjarðarsvæðinu og þær framleiða að sjálfsögðu hreina og endurnýjanlega raforku.

Fallorka er í eigu Norðurorku sem aftur er í eigu Akureyrarbæjar og fimm nágrannasveitarfélaga.


Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.