Fallorka á og rekur fjórar vatnsaflsvirkjanir.
Á Akureyri eru nú tvær virkjanir, Glerárvirkjun I sem var virkjuð árið 1922, en endurvirkjuð árið 2005, og Glerárvirkjun II sem var virkjuð í október 2018.
Í Eyjafirði eru einnig tvær virkjanir, Djúpadalsvirkjun I og II sem voru virkjaðar árin 2004 og 2006.
Þessar virkjanir framleiða raforku fyrir viðskiptavini Fallorku. Raforkan frá virkjunum Fallorku er þó ekki nægileg og kaupir Fallorka því einnig raforku frá Landsvirkjun og öðrum fyrirtækjum á heildsölumarkaði.
Fallorka kaupir einnig raforku frá litlum bændavirkjunum á Norður- og Austurlandi. Þær eru Selárvirkjun, Hóll í Sæmundarhlíð, Rangá í Skógargerði og Systragil við Hróarstaði.