Fréttir

Súlur Vertical fjallahlaup í blíðskaparveðri

Síðastliðinn laugardag var haldið á Akureyri Súlur Vertical fjallahlaupið og voru þátttakendur vel á fjórða hundrað þrátt fyrir að margir hafi hætt við vegna Covid. Veðrið lék við hlauparana því að sólin skein allan daginn og útsýnið á hlaupaleiðunum naut sín til fulls. Þrjár hlaupaleiðir voru í boði í hlaupinu en þær eru 18 km, 28 km og í fyrsta skipti var boðið uppá 55 km hlaup með um 3.000 metra hækkun.

Fallorka er stoltur styrkaraðili Súlur vertical en allar leiðir eru ræstar frá Kjarnaskógi, fara að sjálfsögðu upp á eða að Súlum. Á leiðinni í mark fara þær svo allar eftir stígnum norðan Glerár sem kenndur hefur verið við Fallorku og framhjá stöðvarhúsi nýju Glerárvirkjunar. Þar náðust ljósmyndir af flestum hlaupurum með tind Ytri-Súlu í baksýn sem er vel við hæfi. Hér fylgja myndir frá Pedromyndum af sigurvegurum í hverri vegalengd í hlaupinu. Við óskum þeim til hamingju sem og öllum þátttakendum því að það eru allir sigurvegarar sem áræða að takast á við löng fjallahlaup og ná að ljúka þeim. Miklu fleiri myndir má sjá á Facebook síðu hlaupsins Súlur Vertical.

Endamarkið var svo í göngugötunni á Akureyri og þar var flott stemming allan seinnipartinn á meðan hlauparar voru að skila sér í mark og uppskera lófatak og hvatningu áhorfenda.

Öll úrslit í hlaupinu má sjá á tímataka.is

Fallorka þakkar öllum hlaupurum fyrir komuna og vonast til að sjá sem flesta aftur í hlaupinu á næsta ári.

 Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari í 55 kmRannveig Oddsdóttir, sigurvegari í 55 km

 

 

 

 

 

 

Rannveig Oddsdóttir, sigurvegari í 55 km          Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari í 55 km

Halldór Hermann Jónsson, sigurvegari í 28 km

Elísbet Margeirsdóttir, sigurvegari í 28 km

Elísabet Margeirsdóttir, sigurvegari í 28 km    Halldór Hermann Jónsson, sigurvegari í 28 km

Gígja Björnsdóttir, sigurvegari í 18 km

Einar Árni Gíslason sigurvegari í 18 km

    Gígja Björnsdóttir, sigurvegari í 18 km         Einar Árni Gíslason, sigurvegari í 18 km


Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.