Flýtilyklar
Fréttir
Glerárvirkjun aftur komin í gang
Eins og margir kannski vita var gert hlé á framleiðslu í Glerárvirkjun II vegna mikilla vatnavaxta. Nú rúmlega tveimur vikum seinna hefur virkjunin verið gangsett aftur.
Eftir mikla vinnu, hefur Glerárvirkjun II verið gangsett á ný. Hún er nú komin í fulla raforkuframeiðslu, sem þýðir um 3,3 MW. Vatnavextirnir um mánaðamótin júní/júlí gerðu virkjuninni erfitt fyrir og gekk brösulega að hreinsa allt það sem barst með vatninu, t.d. rusl og trjágreinar, sem hlóðst á inntaksristar. Að lokum hafðist ekki undan að hreinsa og var virkjunin stöðvuð. Þegar flóðið sjatnaði kom í ljós að mikið af möl og grjóti hafði safnast að inntaki hennar og varð að hreinsa það burt. Einnig þurfti að smíða nýja inntaksrist sem nú hefur verið komið fyrir. Líklegt er að virkjunin verði svo stöðvuð aftur í 2-3 daga í haust þegar rennsli í ánni minnkar, þar sem fjarlægja þarf meiri möl úr lóninu.
Fallorkustígurinn upp á nýju Glerárstíflu varð einnig fyrir minniháttar skemmdum vegna flóða í hliðarám en hefur nú verið lagfærður. Því er öllum óhætt að fara um hann hvort sem það er gangandi eða hjólandi.
Þá má einnig nefna að gamla Glerárvirkjun við Glerárskóla stóðst flóðið betur en sú nýja en framleiðsla lá þar niðri í eina viku.