Fréttir

Fallorka og Þór/KA gera með sér samstarfssamning

Fallorka og Þór/KA gera með sér samstarfssamning
Nói og Berglind undirrita samninginn

Þór/KA og Fallorka hafa gert með sér þriggja ára samstarfssamning og var hann undirritaður þann 8. mars. Samningurinn er framhald af fyrri samningi, en Fallorka hefur verið samstarfsaðili Þórs/KA undanfarin tvö tímabil. Samkvæmt samningnum verður Fallorka einn helsti styrktaraðili meistaraflokks og 2. flokks kvenna hjá Þór/KA.

Það voru þau Berglind Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Fallorku, og Nói Björnsson, formaður stjórnar Þórs/KA, sem undirrituðu samninginn.

Með þeim á myndinni eru leikmennirnir Arna Kristinsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir, sem allar skrifuðu undir sína fyrstu leikmannasamninga við Þór/KA við sama tækifæri. Fallorka óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með áfangann og hlakkar til að fylgjast með liði Þórs/KA í sumar.

Þór/KA hefur teflt fram sterku og spennandi liði í efstu deild kvenna á Íslandi undanfarin ár. Liðið varð Íslandsmeistari árið 2012 og 2017 og lék í Evrópukeppni árið 2018 og mætti þá hinu firnasterka liði Wolfsburg sem Sara Björk Gunnarsdóttir lék með á þeim tíma.

Fallorka rekur fjórar vatnsaflsvirkjanir við Eyjafjörð og selur umhverfisvæna raforku um allt land. Félagið er í eigu Norðurorku sem aftur er í eigu Akureyrarbæjar og fimm nágrannasveitarfélaga.



Svæði

Skrifstofa fallorku

Opið alla virka daga frá 8-16

Lokað um helgar.