TILKYNNING
Orkusalan tekur við smásölu á raforku
Þann 1.júlí 2025, gerðu Fallorka og Orkusalan samning um að Orkusalan selji viðskiptavinum Fallorku raforku á hagstæðum kjörum. Mikilvægt er að viðskiptavinir Fallorku velji sér nýjan raforkusala. Hér fyrir neðan eru frekari upplýsingar um hvernig hægt er að færa viðskipti sín yfir til Orkusölunnar.
HREIN ORKA
Fallorka
Fallorka kaupir og selur hreina raforku um allt land ásamt því að byggja virkjanir til raforkuframleiðslu.
Fallorka tekur tillit til umhverfissjónarmiða og leggur áhreslu á stöðugar umbætur sem og hagkvæmt raforkuverð.
Fallorka hættir sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja frá 1. janúar 2026
Öllum viðskiptavinum býðst þjónusta Orkusölunnar á hagstæðum kjörum, þannig er auðvelt aðgengi viðskiptavina Fallorku tryggt.
Það er einfalt að skrá sig í viðskipti hjá Orkusölunni. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver í síma 422-1000 eða á netfangið orkusalan@orkusalan.is.
Nýtt orkuver
í Glerá
Fallorka hefur nú gangsett nýja 3,3 MW vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan Akureyrar. Stöðvarhús er í Réttarhvammi við Hlíðarfjallsveg en stífla sex kílólmetrum ofar á Glerárdal.
Hrein orka
Íslendingar eru lánsöm þjóð þar sem nánast öll raforka sem hér er framleidd er svonefnd hrein orka, þ.e. unnin með endurnýjanlegum náttúruauðlindum.
Fréttir & tilkynningar



