Fallorka

Ódýr raforka

Nż virkjun ķ Glerį

Fallorka hefur sent formlegt erindi til bæjarstjórnar Akureyrar með ósk um leyfi til að reisa 3,3 MW virkjun í Glerá og vonast eftir að fá formlegt svar á næstu vikum.

Fallorka hefur undanfarin þrjú ár kannað tvær útfærslur á mögulegri virkjun í efri hluta Glerár við Akureyri.  Annars vegar að stífla ána í um 200 metrum yfir sjávarmáli á móts við urðunarstaðinn á Glerárdal og virkja þannig  fall niður í 70 metra yfir sjávarmáli á móts við steypustöðina, þ.e. um 130 metra fallhæð.  Hins vegar að stífla ána tæpum 3 km ofar og ná þannig 230 metra fallhæð.

Uppsett afl í fyrri kostinum er áætlað 2,2 MW og árleg orkuframleiðsla um 14 GWstundir.  Stofnkostnaður við þá virkjun er áætlaður um 540 milljónir króna.

Uppsett afl í  síðarnefnda kostinum er áætlað 3,3 MW og ársframleiðsla um 22 GWstundir.  Stofnkostnaður við þann virkjunarkost er áætlaður 830 milljónir króna, en það er sá kostur sem sótt er um leyfi fyrir hjá Akureyrarbæ.

Hér má sjá skýrslur sem unnar hafa verið við undirbúning verksins.

Skýrsla Verkfræðistofu Norðurlands og Eflu
Kort af Glerá og virkjunarkostum
Skýrsla Dr. Arnórs Þ. Sigfússonar um fugla á Glerárdal
Skýrsla Dr. Tuma Tómassonar um fiska í Glerá

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrįning