Fallorka

Ódýr raforka

GrŠn upprunaßbyrg­

Íslendingar eru lánsöm þjóð þar sem nánast öll raforka sem hér er framleidd er svonefnd græn orka, þ.e. unnin með endurnýjanlegum náttúruauðlindum.  Mjög mörg ríki Evrópu eru ekki svona lánsöm þar sem stórhluti af raforkuframleiðslunni byggir á brennslu jarðefnaeldsneytis, olíu, gasi og kolum nú eða að raforkuframleiðslan byggir á kjarnorku eins og víða er raunin.

Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að auka hlut grænnar orku og þáttur í því eru viðskipti með svonefnd upprunaábyrgðarvottorð.

Þessi vottorð tilgreina uppruna raforku og skapa raforkunotendum tækifæri til þess að fá alþjóðlega vottun um að raforka sem þeir "kaupa" eða ígildi hennar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Alþjóðlegt eftirlitskerfi heldur utan um viðskipti og útgáfu vottorðanna og byggt er á því hægt sé að versla með upprunavottorðin á opnum mörkuðum. Hverjum og einum raforkunotanda er síðan í sjálfsvald sett hvort hann kaupir sér slíkt vottorð og styður þar með við grænorkuframleiðslu en getur um leið sýnt fram á að hann geri það með vottorðinu.

Með breytingum á lögum nr. 30/2008 innleiddi Ísland tilskipun Evrópusambandsins (2009/28/EC) sem hefur að markmiði að hvetja til notkunar á orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu. Með innleiðingu tilskipunarinnar er Ísland orðið hluti af innri markaði Evrópu með upprunaábyrgðarvottorð og með því skapast tækifæri hjá fyrirtækjum á evrópska efnahagssvæðinu til að kaupa íslenskar upprunaábyrgðir. Í byrjun september 2012 var reglugerð um upplýsingaskyldu um viðskipti með upprunaábyrgðir innleidd á Íslandi, en með henni er tryggð birting upplýsinga um viðskipti með upprunaábyrgðir.

Meðal kaupenda upprunaábyrgða eru raforkunotendur sem sjá hag sinn í því að fá sértækan stuðning sinn til raforkuframleiðslu frá endurnýjanlegum orkugjöfum vottaðan með til dæmis RECs, GoOs eða TUV vottun. Þannig geta fyrirtæki styrkt ímynd sína í markaðssetningu á vöru eða þjónustu í Evrópu með kaupum sínum á íslenskum upprunaábyrgðum.

Til að fá nánari upplýsingar um upprunaábyrðir vinsamlega hafið samband í netfangið fallorka@fallorka.is


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning