Fallorka

Ódýr raforka

Bilanir


Er orsökin innandyra eða hjá veitufyrirtækinu? Séu nærliggjandi hús myrkvuð er orsökin hjá veitufyrirtækinu. Hægt er að tilkynna bilanir til dreifiveitunnar.

Ef allt virðist í lagi utandyra skaltu athuga rafmagnstöfluna. Lekastraumsrofinn getur hafa slegið út, ef svo er skaltu setja hann hægt inn aftur. Ef það tekst ekki skaltu slökkva á öllum öryggjum og setja hann síðan hægt inn aftur. Ef ekki tekst nú að setja lekastraumsrofann inn þarftu að fá rafvirkja. Ef rofinn aftur á móti tollir inni skaltu setja eitt og eitt öryggi inn í einu þar til þú kemur að biluninni.
Hafðu nú öryggið sem bilunin var á úti og settu allt annað inn. Bilunin er á þeim hluta hússins sem er straumlaus og gæti hún verið í rafmagnstæki sem tengt er við þann hluta.

Lekastraumsrofinn (aðalrofinn) slær út ef rafmagn leiðir til jarðar í húsinu, en öryggin ef bilun verður á milli fasa. Oft verður bilun samtímis til jarðar og á milli fasa og slá þá bæði lekastraumsrofinn og öryggið út í einu.
Bilanir innanhúss eru oftast á verksviði rafvirkjameistara.

GERÐU EKKERT NEMA ÞAÐ SEM ER ÖRUGGLEGA Á ÞÍNU FÆRI!

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrįning