Fallorka

Ódýr raforka

Raforkumarkašurinn

Breytt viðskiptaumhverfi raforku.
Notandi raforku verður alltaf að greiða fyrir flutning og dreifingu á raforku til þeirrar dreifiveitu sem hús hans er tengt við.
Dæmi: Notandi á Akureyri verður alltaf að greiða dreifiveitu Norðurorku fyrir flutning og dreifingu á raforku.
Sama gildir um notanda í Reykjavík, hann verður alltaf að greiða til Orkuveitu Reykjavíkur fyrir flutning og dreifingu

Raforku er hins vegar hægt að kaupa hjá þeim sem selja raforku og í dag eru það 7 fyrirtæki.

Fyrir heimili má reikna með að verð fyrir flutning og dreifingu á raforku sé álíka hátt og verð fyrir raforku.


Upplýsingar um raforkuviðskipti

Raforkuviðskiptum má skipta í 4 svið.

1. Raforkuframleiðandi

Framleiðir og selur raforku í samkeppni við aðra raforkuframleiðendur

2. Landsnet hf.

Hefur einkaleyfi á að flytja raforku frá virkjun til dreifiveitna.

3. Dreifiveita

Hefur einkaleyfi til að dreifa raforku á ákveðnu svæði, Norðurorka á Akureyri.

4.Raforkusala
Kaupir raforku af framleiðendum og selur til viðskiptavina, Fallorka o.fl.

Viðskiptavinir kaupa alltaf flutning og dreifingu (liðir 2 og 3) á rafmagni hjá þeirri dreifiveitu sem heimtaug þeirra er tengd við.

Raforku er hins vegar hægt að kaupa af einhverjum raforkusala (liður 1 og 4).

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrįning